Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 07. október 2015 22:55
Arnar Geir Halldórsson
Laporte útilokar ekki að spila fyrir Spán
Laporte í baráttunni við Elías Má Ómarsson
Laporte í baráttunni við Elías Má Ómarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aymeric Laporte útilokar ekki að velja að spila fyrir spænska landsliðið frekar en það franska.

Laporte er fyrirliði franska U-21 árs landsliðsins sem tapaði fyrir því íslenska á dögunum þar sem hann gerði eitt mark á Kópavogsvelli.

Þessi 21 árs miðvörður er í lykilhlutverki hjá Athletic Bilbao í La Liga en hefur ekki hlotið náð fyrir augum Didier Dechamps hjá A-landsliðinu þar sem þeir Kurt Zouma, Raphael Varane, Mamadou Sakho, Eliaquim Mangala og Laurent Koscielny eru á undan í goggunarröðinni.

Spænskir miðlar hafa pressað stíft á ungstirnið að velja að spila fyrir Spán en spænska knattspyrnusambandið hefur sömuleiðis reynt að fá Laporte til að skipta. Hann er ekki búinn að gefast upp á Frakklandi en útilokar þó ekkert.

„Ég hef sagt að ég ætli að velja Frakkland og ef þjálfarinn hefur áhuga á að nota mig þá er þetta enginn vafi."

„En það hefur ekki gerst ennþá. EM 2016 er stórt tækifæri sem býðst ekki á hverjum degi. Ég þarf að standa mig og við sjáum hvað gerist,"
sagði Laporte.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner