Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 07. október 2015 06:00
Alexander Freyr Tamimi
Leikmannasamtökin ráða íþróttasálfræðiráðgjafa
Hreiðar Haraldsson er genginn til liðs við Leikmannasamtökin.
Hreiðar Haraldsson er genginn til liðs við Leikmannasamtökin.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Hreiðar Haraldsson, íþróttasálfræðiráðgjafi er genginn til liðs við Leikmannasamtök Íslands.

Hreiðar er með BS gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í íþróttasálfræði frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð.

Hreiðar hefur unnið með fjölda íþróttamanna úr ýmsum íþróttagreinum að því að auka þeirra andlega styrk og hjálpa þeim að yfirstíga andlegar áskoranir íþróttaiðkunar.

Auk þess að hafa unnið með einstaklingum hefur hann haldið fjölmarga fræðslufyrirlestra fyrir hópa um andlega þætti íþrótta.

Hreiðar starfar hjá Gáska sjúkraþjálfun í Mjódd þar sem hann tekur á móti íþróttafólki og veitir því hvers kyns ráðgjöf, fræðslu og þjálfun á andlegum þáttum. Leikmannasamtök Íslands eru einnig í samstarfi við Gáska.

Með því að fara í samstarf með Hreiðari eru Leikmannasamtökin að svara ákalli íþróttahreyfingarinnar á Íslandi eftir auknu aðgengi íþróttafólks að sérfræðingum á sviði andlegrar þjálfunnar og andlegrar heilsu.

Félagsmenn Leikmannasamtaka Íslands verða í forgangi hjá Hreiðari og Gáska eins og hingað til.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner