mið 07. október 2015 20:50
Arnar Geir Halldórsson
Meistaradeildin: Slæm byrjun varð Stjörnukonum að falli
Það var hart barist í Garðabæ í kvöld
Það var hart barist í Garðabæ í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Stjarnan 1 - 3 WFC Zvezda 2005
0-1 Olha Boychenko ('5)
0-2 Daryna Apanaschenko ('13)
1-2 Rúna Sif Stefánsdóttir ('28)
1-3 Olesya Kurochkina ('32)
Smelltu hér til að fara í textalýsingu frá leiknum

Stjörnukonur eru í vandræðum í Meistaradeild Evrópu eftir 3-1 tap í kvöld þegar liðið fékk Zvezda 2005 frá Rússlandi í heimsókn á Samsungvöllinn í Garðabæ.

Slæm byrjun Stjörnunnar í dag gerði það að verkum að Rússarnir voru komnir í 2-0 eftir þrettán mínútur. Rúna Sif Stefánsdóttir minnkaði muninn eftir tæplega hálftíma leik en gestirnir svöruðu strax með þriðja markinu.

Seinni leikur liðanna verður í Rússlandi þann 15. október og þurfa Stjörnukonur að vinna þann leik með tveim mörkum til að komast áfram.

Á sama tíma var Katrín Ómarsdóttir í eldlínunni með Liverpool en hún allan leikinn þegar liðið tapaði 1-0 fyrir Brescia á Ítalíu.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner