mið 07. október 2015 14:42
Elvar Geir Magnússon
Móðir leikmanns Stoke tróðst undir og lést í Mekka
Mame Biram Diouf.
Mame Biram Diouf.
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Stoke City tilkynnti í dag að móðir senegalska sóknarmannsins Mame Biram Diouf hafi verið meðal þeirra sem létust í troðningum í borginni Mekka í Sádi-Arabíu.

Mörg hundruð manns létu lífið í slysinu.

Það er trúarleg skylda allra múslima að heimsækja Mekka hafi þeir fjárráð til þess að gera það. Heimsóknin er álitin einn af fimm hornsteinum trúarinnar.

„Stoke City sendir samúðarkveðju til Mame Diouf og fjölskyldu hans eftir þetta sorglega fráfall. Félagið mun veita honum allan þann stuðning sem hann þarf á þessum erfiðu tímum." segir í yfirlýsingu Stoke.

Diouf er fyrrum leikmaður Hannover, Blackburn, Manchester United og Molde en hann er 27 ára gamall.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner