Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   mið 07. október 2015 16:29
Magnús Már Einarsson
Njósnari landsliðsins: Ísland getur unnið bestu liðin
Roland Andersson á æfingu landsliðsins í gær.
Roland Andersson á æfingu landsliðsins í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Roland Andersson er maður sem hefur hjálpað íslenska landsliðinu mikið bakvið tjöldin undanfarin ár þó að lítið hafi farið fyrir honum. Roland hefur séð um að njósna um andstæðinga Íslands og leikgreina þá til að hjálpa Lars Lagerback og Heimi Hallgrímssyni.

„Undanfarin fjögur ár hef ég fylgst með andstæðingum ykkar. Ég hef reynt að greina hvernig liðin verjast og sækja og ég hef reynt að gefa góðar upplýsingar um einstaklingana í liðunum sem eru að fara að mæta Íslandi," sagði Roland við Fótbolta.net fyrir æfingu íslenska landsliðsins í morgun.

„Ég fer yfirleitt á leikina hjá liðunum sem Ísland mætir næst. Ég skoða líka liðin á myndböndum og reynia að gera nytsamlegar upplýsingar. Ég reyni að hafa þetta frekar stutt svo að þeir (Lars og Heimir) geti komið með nytsamlegar upplýsingar til leikmanna."

Roland er 65 ára gamall Svíi en hann vann áður sem aðstoðarþjálfari sænska landsliðsins og nígeríska landsliðsins með Lars Lagerback. Roland hefur eins og fleiri hrifist af fótboltanum á Íslandi.

„Ég er alltaf hrifinn þegar ég kem til Íslands. Hæfileikar og hugarfar leikmanna er frábært. Í Svíþjóð eru líka íslenskir leikmenn sem eru að standa sig vel. Þeir eru mikils metnir út af hugarfari þeirra og vilja til að vinna fyrir liðið. Þeir setja liðið alltaf ofar en sig sjálfan."

Roland segir ekki vera ljóst hvort hann verði í starfsliði Íslands á EM næsta sumar.

„Ég veit það ekki. Ég er fyrst og fremst þjálfari en undanfarin ár hef ég ekki verið að þjálfa. Ég hef þjálfað í Sviss, Sádi-Arabíu, Katar og Dubai á ferlinum. Kannski tek ég að mér nýtt félagslið annars staðar í heiminum á næstu mánuðum svo ég veit ekki með næsta ár," sagði Roland.

„Ég hlakka til að sjá íslenska liðið spila í Frakklandi. Liðið hefur náð góðum úrslitum og það getur unnið bestu liðin. Ég er viss um að liðið getur líka staðið sig mjög vel í Frakklandi."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner