Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
Pétur: Allt öðruvísi en gegn Víkingum
Fyrirliðinn ánægður með fyrsta sigurinn - „Þvílíkur bónus að koma marki inn í lokin"
   mið 07. október 2015 12:23
Magnús Már Einarsson
Ólafur Ingi: Dómaraskandalar og læti í nánast öllum leikjum
Icelandair
Ólafur Ingi Skúlason.
Ólafur Ingi Skúlason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Ingi Skúlason gekk í sumar til liðs við tyrkneska félagið Gençlerbirliği og hann hefur lent í ýmsum ævintýrum á fyrstu mánuðum sínum þar.

„Það er gaman að prófa þetta. Þetta er öðruvísi en maður er vanur og góð reynsla," sagði Ólafur Ingi við Fótbotla.net í dag.

„Tyrkir eru mjög ástríðufullir þegar kemur að knattspyrnu og maður fann fyrir því á Twitter eftir Besiktas leikinn. Það eru allskonar læti í mönnum þegar eitthvað kemur upp."

Dómararnir á Tyrklandi hafa verið talsvert í sviðsljósinu á þessu tímabili. „Þeir eru búnir að vera ansi slakir. Það eru dómaraskandalar og læti í mönunm í nánast öllum leikjum. Það er svolítið spes. Þeir eru að dæma rangstöðu úr innköstum og skrýtna hluti. Þetta er sérstakt en maður verður bara að taka því."

„Deildin er fín en það er nánast tómt á öllum leikjum. Það er eitthvað nýtt miðasystem og við vorum bara með 2000 manns á síðasta leik. Það er ýmislegt sem er skrýtið. Svo lengi sem deildin er góð og það er fullt af góðum leikmönnum þá einbeitir maður sér að því að spila fótbolta."

Ísland mætir Tyrklandi í lokaleiknum í undankeppni EM í næstu viku. Tyrkir eru að berjast um að ná sæti á EM og mikil spenna er fyrir leiknum þar í landi. „Ég held að allt Tyrkland fylgist með. Þetta er risastórt land og fótbolti er númer 1, 2 og 3 þannig að það má búast við að það verði mikil stemning,"

Ólafur Ingi er að berjast um sæti í íslenska landsliðshópnum fyrir EM á næsta ári en hann hefur verið inn og út úr landsliðshópnum.

„Maður verður að gera eins vel og maður getur í sínu félagsliði og sýna og sanna þegar maður kemur hinagð að maður eigi heima í þessum hóp. Maður þarf að halda þétt á spöðunum," sagði Ólafur Ingi.

Sjá einnig:

Athugasemdir
banner
banner
banner