Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 07. október 2015 20:00
Arnar Geir Halldórsson
Ramos: Ég fór ekki yfir strikið
Sergio Ramos
Sergio Ramos
Mynd: Getty Images
Sergio Ramos, varnarmaður Real Madrid, gerði lítið úr ummælum sínum um Rafa Benitez, stjóra félagsins á blaðamannafundi í dag.

Benitez gagnrýndi Ramos fyrir vítaspyrnuna sem hann færði Atletico Madrid í leik liðanna um síðustu helgi. Ramos svaraði af bragði og gagnrýndi Benitez fyrir skiptingarnar sem hann gerði í leiknum.

„Ég vona að hvað það sem hann hefur að segja, þá muni hann segja það næst þegar við hittumst. En alveg eins og fólk talar um mistökin mín, þá mun fólk líka tala um skiptingarnar hans," var meðal þess sem Ramos sagði.

Í dag var Ramos svo spurður að því hvort hann væri búinn að tala við Benitez en Ramos gerði lítið úr ummælum sínum og þvertók fyrir að hafa farið yfir strikið.

„Ég tala alltaf reglulega við þjálfarana mína."

„Hafið engar áhyggjur því það er allt í góðu. Mér fannst ég ekki fara yfir strikið, ég sagði ekki of mikið,"
sagði Ramos.
Athugasemdir
banner
banner
banner