Bayern hefur áhuga á Jackson - Isak ekki að fara að spila æfingaleiki - Höjlund á blaði Milan
„Getum gleymt því ef við ætlum alltaf að gera stærsta andstæðinginn úr okkur sjálfum"
Matti extra stoltur í dag - „Er ekki með héraðsprófið í dómgæslu"
Óskar Smári: Fimm mínútna kafli þar sem við hendum leiknum frá okkur
Nikolaj Hansen: Hefði átt að fara 5-0
Gylfi: Það er eitthvað sérstakt að gerast hérna
Sölvi telur Bröndby hafa vanmetið Víking: „Kaupmannahafnarbúar líta stórt á sig“
Nik: Það getur allt gerst í bikarleik, sjáðu bara Man Utd á móti Coventry
Hrafnhildur Ása: Tveir tapleikir í bikarúrslit, kominn tími til að vinna
Fyrirliði Bröndby á Víkingsvelli: Getur allt gerst í fótbolta
Þjálfari Bröndby: Forréttindi að koma til Íslands
Niko Hansen fremstur í flokki af löndum sínum - „Víkingur er mitt lið"
Sölvi gefur ekki upp hvor verður í markinu - „Þurfum að eiga tvo algjöra toppleiki“
Steven Caulker: Töluvert betri en ég bjóst við
Rúnar Kristins: Búnir að brenna af allt of mörgum færum í sumar
Jökull: Fyrri hálfleikur ævintýralega slakur
Diego Montiel: Ég gerði heimskuleg mistök og gaf þeim víti
Davíð Smári: Við skorum mark sem mér fannst vera löglegt
Maggi ósáttur með dómarann: Það er búið að merkja Elmar Kára í þessari deild
Best í Mjólkurbikarnum: Með montréttinn heima fyrir
Túfa svekktur: Var að hugsa um að við værum að sigla þessu heim
Innkastið - Þjálfarar að gera dýrkeypt mistök
Enski boltinn - Núna ætlar Arsenal að elda
Tveggja Turna Tal - Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir
Turnar segja sögur: El Fenomeno
Útvarpsþátturinn - Verslunarmannahelgin með Túfa
Leiðin úr Lengjunni - Ekkert batnar í Árbænum og HK féll á stóra prófinu
Enski boltinn - Vægast sagt athyglisvert sumar hjá Newcastle
Enski boltinn - Liverpool að smíða ofurlið
Hugarburðarbolti Upphitun > Allt um Enska og Fantasy
Enski boltinn - Tottenham verður besta liðið í Evrópu
Innkastið - Skúrkur, vondur veggur og vonbrigði
Uppbótartíminn - Lygilegt hjá Ljónynjum, Blikar í toppmálum og fallbaráttan harðnar
Lokakaflinn nálgast í neðri deildum
Enski boltinn - Chelsea eina liðið með allt galleríið
Tveggja Turna Tal - Jónas Grani Garðarsson
Leiðin úr Lengjunni: Völsungur með stórsigur á mærudögum og HK færist nær toppnum
Útvarpsþátturinn - Niko, glugginn opinn og umdeilt VAR
Enski boltinn - Staðan tekin þegar stutt er í veisluna
Grasrótin - 13. Umferð, "Þrotur" Vogum sofna í gasmengun
Leiðin úr Lengjunni: Amin Cosic kveður með stæl og deildin tekur á sig mynd
   lau 07. október 2017 12:58
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Pyry Soiri: Thank you Mr. President!
,,Verði ykkur að góðu!
Pyry Soiri, þjóðhetja Íslendinga
Pyry Soiri, þjóðhetja Íslendinga
Mynd: Twitter
Hringt var í nýjustu þjóðhetju Íslendinga, Finnann Pyry Soiri í útvarpsþætti Fótbolta.net nú rétt í þessu.

Pyrir Soiri varð að algjörri hetju hér á landi í gærkvöldi eftir að hafa skorað jöfnunarmark Finna í sínum fyrsta landsleik gegn Króatíu.

Markið þýddi að Íslendingar sitja á toppi riðilsins og geta því með sigri á Kósóvó komist beint á heimsmeistaramótið í Rússlandi næsta sumar.

Elvar Geir Magnússon, Magnús Már Einarsson og Tómas Þór Þórðarsson ræddu við Pyry Soiri í útvarpsþætti Fótbolta.net áðan.

„Ekkert mál," sagði Pyry þegar Tómas Þór þakkaði honum fyrir það sem hann gerði í gærkvöldi.

„Þetta var frábært. Það var gaman að fá að spila og þegar ég komst inn í leikinn fékk ég gott tækifæri í lokin og náði að setja hann í netið. Hvað er hægt að segja? Þetta var frábær tilfinning. Ég er glaður að hjálpa liðinu mínu sem og ykkar!" sagði Pyry.

Pyry er orðinn gríðarlega vinsæll hér á landi eftir markið í gær og fékk hann skilaboð frá Íslendingum í gærkvöldi.

„Ég fékk nokkur fyndin og nokkur góð skilaboð."

Stærsta kveðjan kom hins vegar frá toppnum, sjálfum forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni þar sem hann þakkaði Pyry fyrir markið. Pyry vissi ekki af því.

„Ég hef ekki séð hana enn. En það er frábært."

Tómas Þór þakkaði þá Pyry innilega fyrir markið í gær og það sem hann gerði fyrir íslenska landsliðið.

„Verði ykkur að góðu! Það var frábært að fá öll skilaboðin og ég er svo ánægður með að hafa náð í gott jafntefli."

Líkt og áður hefur komið fram náði Finnland gríðarlega sterku jafntefli gegn frábæru liði Króata

„Við vorum svolítið undir pressu í fyrri hálfleik en við fengum boltann meira í seinni hálfleik og settum pressu á þá. Við fengum meira að segja annað tækifæri til þess að stela sigrinum."

Pyry hefur aldrei komið til Íslands en hann var ekki í leikmannahópi Finna þegar þeir komu hingað til lands í fyrsta leik undankeppninnar.

„Ég hef aldrei komið. Ég verð að koma einhverntímann," sagði Pyry áður en að Tómas sagði að hann þyrfti að koma til landsins, því hann þyrfti líklega ekki að borga fyrir neitt hér.

Stofnaður var aðdáendaklúbbur Pyry hér á landi strax eftir leik og hafa hátt í 2000 manns gengið í klúbbinn.

„Ég er búinn að sjá þetta. Þetta er mjög gott, ég kann að meta þetta."

Þegar Pyry var kvaddur þakkaði hann öllum fyrir, þar á meðal sjálfum forsetanum.

„Thank you very much, and thank you Mr. President!" eða takk kærlega fyrir og takk Herra Forseti!
Athugasemdir
banner