Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Jökull: Læti og stemning sem stuðningsmennirnir spúa yfir völlinn til strákanna
Helgi Fróði: Geggjað að vera í besta klúbbnum
Addi Grétars pirraður: Menn þurfa að hafa smá 'sens' fyrir því sem þeir eru að tala um
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Niðurtalningin - Nýjar áherslur og spennandi tímar í Garðabænum
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
Mögnuð saga Diljár - Næstum hætt en ætlar nú á EM með Íslandi
Útvarpsþátturinn - Besti upphitunarþátturinn
Niðurtalningin - Gylfi Sig mættur á Hlíðarenda
Niðurtalningin - Bara ein leið til að toppa síðasta tímabil
Hugarburðarbolti Þáttur 10
Enski boltinn - Ekki bara bestu kaup tímabilsins
Niðurtalningin - Ungu strákarnir þekkja ekkert annað
   lau 07. október 2017 12:58
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Pyry Soiri: Thank you Mr. President!
,,Verði ykkur að góðu!
Pyry Soiri, þjóðhetja Íslendinga
Pyry Soiri, þjóðhetja Íslendinga
Mynd: Twitter
Hringt var í nýjustu þjóðhetju Íslendinga, Finnann Pyry Soiri í útvarpsþætti Fótbolta.net nú rétt í þessu.

Pyrir Soiri varð að algjörri hetju hér á landi í gærkvöldi eftir að hafa skorað jöfnunarmark Finna í sínum fyrsta landsleik gegn Króatíu.

Markið þýddi að Íslendingar sitja á toppi riðilsins og geta því með sigri á Kósóvó komist beint á heimsmeistaramótið í Rússlandi næsta sumar.

Elvar Geir Magnússon, Magnús Már Einarsson og Tómas Þór Þórðarsson ræddu við Pyry Soiri í útvarpsþætti Fótbolta.net áðan.

„Ekkert mál," sagði Pyry þegar Tómas Þór þakkaði honum fyrir það sem hann gerði í gærkvöldi.

„Þetta var frábært. Það var gaman að fá að spila og þegar ég komst inn í leikinn fékk ég gott tækifæri í lokin og náði að setja hann í netið. Hvað er hægt að segja? Þetta var frábær tilfinning. Ég er glaður að hjálpa liðinu mínu sem og ykkar!" sagði Pyry.

Pyry er orðinn gríðarlega vinsæll hér á landi eftir markið í gær og fékk hann skilaboð frá Íslendingum í gærkvöldi.

„Ég fékk nokkur fyndin og nokkur góð skilaboð."

Stærsta kveðjan kom hins vegar frá toppnum, sjálfum forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni þar sem hann þakkaði Pyry fyrir markið. Pyry vissi ekki af því.

„Ég hef ekki séð hana enn. En það er frábært."

Tómas Þór þakkaði þá Pyry innilega fyrir markið í gær og það sem hann gerði fyrir íslenska landsliðið.

„Verði ykkur að góðu! Það var frábært að fá öll skilaboðin og ég er svo ánægður með að hafa náð í gott jafntefli."

Líkt og áður hefur komið fram náði Finnland gríðarlega sterku jafntefli gegn frábæru liði Króata

„Við vorum svolítið undir pressu í fyrri hálfleik en við fengum boltann meira í seinni hálfleik og settum pressu á þá. Við fengum meira að segja annað tækifæri til þess að stela sigrinum."

Pyry hefur aldrei komið til Íslands en hann var ekki í leikmannahópi Finna þegar þeir komu hingað til lands í fyrsta leik undankeppninnar.

„Ég hef aldrei komið. Ég verð að koma einhverntímann," sagði Pyry áður en að Tómas sagði að hann þyrfti að koma til landsins, því hann þyrfti líklega ekki að borga fyrir neitt hér.

Stofnaður var aðdáendaklúbbur Pyry hér á landi strax eftir leik og hafa hátt í 2000 manns gengið í klúbbinn.

„Ég er búinn að sjá þetta. Þetta er mjög gott, ég kann að meta þetta."

Þegar Pyry var kvaddur þakkaði hann öllum fyrir, þar á meðal sjálfum forsetanum.

„Thank you very much, and thank you Mr. President!" eða takk kærlega fyrir og takk Herra Forseti!
Athugasemdir
banner
banner