Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Enski boltinn - Heimskur og heimskari
Innkastið - Flugbraut fyrir meistarana og norðlensk neikvæðni
Niðurtalningin - Endar titillinn enn eitt árið á Hlíðarenda?
Niðurtalningin - Silfur er alls ekki nóg í Kópavoginum
Niðurtalningin - Dreymir um að endurtaka leikinn frá 2012
Útvarpsþátturinn - Brottvísun sem eyðilagði leikinn
Niðurtalningin - Skemmtikraftarnir úr Kaplakrika
Niðurtalningin - Nýjar áherslur og spennandi tímar í Garðabænum
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
   mán 07. desember 2015 20:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Rúrik Gísla: Markmiðið að slá í gegn í Þýskalandi
Viðtalið við Rúrik var tekið á Kringlukránni.
Viðtalið við Rúrik var tekið á Kringlukránni.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Rúrik í búningi Nürnberg.
Rúrik í búningi Nürnberg.
Mynd: Getty Images
Í leik með íslenska landsliðinu.
Í leik með íslenska landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason er staddur hér á Íslandi í endurhæfingu eftir aðgerð sem hann gekkst undir í október.

Rúrik hefur misst af síðustu leikjum Nürnberg en hann gekk í raðir þýska félagsins frá FC Kaupmannahöfn síðasta sumar.

Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolta.net, ræddi við Rúrik fyrir útvarpsþáttinn Fótbolti.net á X-inu en viðtalið má heyra í spilaranum hér að ofan.

„Ég var með að hluta til rifna hásin, það var bein sem skar í hásinina meira og meira. Það fylgdu því miklir verkir. Ég er allavega mjög feginn að það sé búið að laga þetta, ef það hefði ekki verið gert þá voru líkur á að hásinin myndi slitna á endanum," segir Rúrik sem vonast til að vera orðinn klár í slaginn strax í byrjun næsta árs.

„Það eru um það bil tveir mánuðir síðan þetta var gert og það er búið að segja að ég sé aðeins á undan áætlun. Ég er í góðum höndum Stebba sjúkraþjálfara hjá landsliðinu (Stefáns Stefánssonar). Hann segir að þetta líti mjög vel út. Ég fer aftur til Þýskalands í skoðun 20. desember og svo kem ég aftur heim. Vonandi verð ég þá í mjög góðu standi þegar ég fer aftur til æfinga 4. janúar. Það er planið."

Vonast til að hjálpa Nürnberg upp
Rúrik segir að það sé mikill munur á því að vera hjá FCK og á Nürnberg.

„Það er mikill kúltúr-munur á þessum félögum. Það eru hlutir sem maður þarf að venjast, siðirnir eru öðruvísi og það sem er kannski vel séð hjá FCK er það ekki Nürnberg og öfugt. Ég hef verið að læra inn á umhverfið hægt og rólega," segir Rúrik sem hefur áður í viðtölum talað um þann mikla aga sem ríkir hjá Nürnberg.

„Ég held að þetta sé bara þýskt. Hjá FCK var ábyrgðin mikil hjá leikmönnum og ekki kannski mikið um reglur og svoleiðis. Maður þurfti að venjast breytingunni þó mér finnist reglur af hinu góða."

Það er jöfn og spennandi barátta í þýsku B-deildinni þar sem Nürnberg stefnir í að berjast um að komast upp.

„Þessi deild er ótrúleg og allir að vinna alla. Það eru allir vegir færir. Auðvitað er það markmið hjá þessu félagi að fara upp, allt annað eru vonbrigði. Það heillaði mig við þetta félag. Ég gerði þriggja ára samning þarna, þessi deild er gríðarlega sterk og kannski sterkari en ég gerði mér grein fyrir. Það er að mínu mati heilmikill munur á dönsku úrvalsdeildinni og þýsku 2. deildinni. Það kom mér að vissu leyti á óvart hve standardinn er hár," segir Rúrik sem ætlar sér að slá í gegn hjá Nürnberg.

„Fyrsta markmið mitt er að slá í gegn með félaginu og í 2. deildinni. Vonandi verð ég stór partur af því að fara með liðinu upp."

Lærði mest hjá Viborg
Ungur að árum fór Rúrik, sem er uppalinn hjá HK, út í atvinnumennsku en hann hefur verið í herbúðum Anderlecht, Charlton, Viborg og OB. Þegar Rúrik er spurður að því á hvaða tímabili ferilsins hann hafi lært mest er svarið áhugavert.

„Ég myndi segja hjá Viborg í Danmörku, þegar ég fór frá Englandi og til Viborg. Ég var að æfa með aðalliðinu hjá Charlton og var í kringum flotta gæja sem fannst gaman að eyða meirihluta launa sinna í hverjum mánuði. Það voru alltaf nýir bílar á æfingasvæðinu. Ég held að ég hafi lyftst aðeins frá jörðinni en hjá Viborg fékk ég smá reality check" og upplifði hluti sem ég er mjög þakklátur fyrir að hafa upplifað. Það reif mig niður á jörðina og ég lærði mikið þar," segir Rúrik sem var hjá Viborg 2007-09.

Hann vonast til þess að snúa aftur til Danmörkur eða Englands einn daginn.

„Ég get alveg ímyndað mér að búa í Kaupmannahöfn eftir ferilinn, og jafnvel á Englandi líka. Þetta eru staðir sem ég sakna þó mér líði mjög vel í Þýskalandi."

Hugurinn reikar alltaf að EM
Rúrik á 37 A-landsleiki að baki fyrir Ísland þó hann ekki ekki fast byrjunarliðssæti með landsliðinu. Það þarf ekki að spyrja að því að hann vonast til að vinna sér inn sæti í byrjunarliðinu fyrir stóru stundina, EM í Frakklandi á næsta ári.

„Ég hef alltaf viljað sýna mig á vellinum frekar en að vera að tala við þjálfarana. Ég reyni að grípa þau tækifæri sem ég fæ. Allir fótboltamenn vilja auðvitað vera eins stór partur af árangri síns liðs, hvort sem það er félagslið eða landslið," segir Rúrik en hugur hans reikar sífellt að EM.

„Ég myndi segja það. Ég held að það sé þannig hjá fleiri leikmönnum. Það er almenn tilhlökkun."

Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner