Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 07. desember 2016 06:00
Þorsteinn Haukur Harðarson
24 ár frá fyrsta leik Cantona með Man Utd
Cantona var frábær hjá Man. Utd
Cantona var frábær hjá Man. Utd
Mynd: Getty Images
Stuðningsmenn Manchester United héldu upp á það í gær að 24 ár voru liðin frá því að franska goðsögnin Eric Cantona lék sinn fyrsta leik með liðinu.

Cantona gekk í raðir félagsins eftir stutt stopp hjá Leeds þaðan sem hann kom frá Nimes í heimalandinu.

Cantona lék sinn fyrsta keppnisleik með Manchester United þegar hann kom inn á sem varamaður í 2-1 sigri gegn Nágrönnunum í Manchester City. Cantona gerði lítið í leiknum en í þessum fyrsta leik var hann í treyju númer 12.

Hann lék með Man. Utd til ársins 1997 þegar hann lagði skóna á hilluna 31 árs gamall. Hjá liðinu spilaði hann 145 leiki og skoraði 65 mörk.

Þá afrekaði hann líka að fá átta mánaða keppnismann fyrir að sparka í áhorfanda í leik gegn Crystal Palace
Athugasemdir
banner
banner
banner