mið 07. desember 2016 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Aldrei vekja mig
Mynd: Aðsend
Út er komin bókin „Aldrei Vekja Mig", sagan af EM draumi Íslands, eftir Sölva Tryggvason

Bókin byggir að hluta til á þeim tugum viðtal sem Sölvi tók við gerð kvikmyndarinnar „Jökullinn Logar", þar sem hann var innanbúðar með landsliðinu í hvert skipti sem það hittist yfir nærri tveggja ára tímabil.

Í Bókinni er rakin sagan öll af núverandi landsliði okkar, sem náði einhverjum ótrúlegasta árangri knattspyrnusögunnar með því að verða fámennasta þjóð sögunnar til að komast á lokakeppni stórmóts í knattspyrnu og gera svo gott betur með því að ná alla leið í átta liða úrslit.

Bókin mun til að byrja með aðeins fást í Kosti á Dalvegi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner