Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 07. desember 2016 19:44
Hafliði Breiðfjörð
Bose mótið: Breiðablik vann Stjörnuna í vító
Eyjólfur Héðinsson og Ernir Bjarnason eigast við í leiknum í kvöld.
Eyjólfur Héðinsson og Ernir Bjarnason eigast við í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan 3 - 3 Breiðablik (4-5 í vítaspyrnukeppni)
0-1 Arnþór Ari Atlason ('25)
0-2 Andri Rafn Yeoman ('39)
1-2 Heiðar Ægisson (''43)
1-3 Höskuldur Gunnlaugsson ('48)
2-3 Ævar Ingi Jóhannesson ('73)
3-3 Hólmbert Aron Friðjónsson ('73)

Breiðablik endaði í 5. sæti Bose mótsins eftir að hafa unnið sigur á Stjörnunni í leiknum um 5. sætið í kvöld. Leikið var í 8 stiga hita og logni á Stjörnuvelli í Garðabænum, sannkölluðu sumarveðri.

Arnþór Ari Atlason kom Blikum yfir um miðjan fyrri hálfleikinn með marki beint úr aukaspyrnu upp í samskeytin, glæsilegt mark.

Andri Rafn Yeoman bætti svo öðru marki við þegar fimm mínútur voru eftir af hálfleiknum eftir gott einspil en Stjarnan minnkaði muninn í lok hálfleiksins með marki Heiðars Ægissonar.

Síðari hálfleikurinn hófst svo eins og sá fyrri endaði því það voru rétt rúmar tvær mínútur liðnar af honum þegar Höskuldur Gunnlaugsson skoraði með skot fyrir utan teig á nær stöngina og staðan orðin 1-3.

Ævar Ingi Jóhannesson minnkaði svo muninn í 2-3 á 73. mínútu og sú mínúta var ekki liðin þegar Ævar Ingi brunaði upp völllinn og lagði upp mark fyrir Hólmbert Aron Friðjónsson og staðan óvænt orðin 3-3 og þannig urðu lokatölur svo ráða þurfti úrslitum í vítaspyrnukeppni þar sem Breiðablik vann 5-4.

Vítaspyrnukeppnin
Stjarnan 4 - 5 Breiðablik
1-0 Halldór Orri Björnsson skorar
1-1 Höskuldur Gunnlaugsson skorar
2-1 Hólmbert Aron Friðjónsson
2-2 Sólon Breki Leifsson skorar
3-2 Dagur Austmann skorar
3-3 Óskar Jónsson skorar
3-3 Jóhann Laxdal skaut í þverslá og yfir
3-4 Guðmundur Friðriksson skorar
4-4 Óttar Bjarni Guðmundsson skorar
4-5 Arnþór Ari Atlason skorar

Í leiknum um 3. sætið mætast KR og Víkingur klukkan 15:00 á laugardaginn í Egilshöll en í úrslitaleiknum eigast við Fjölnir og FH. Ekki er enn búið að taka ákvörðun um hvenær sá leikur fer fram.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner