Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 07. desember 2016 21:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Buffon ekki í byrjunarliði í fyrsta skipti í átta ár
Gianluigi Buffon
Gianluigi Buffon
Mynd: Getty Images
Gianluigi Buffon er í fyrsta skipti síðan í desember 2008 ekki í byrjunarliði Juventus í Meistaradeild Evrópu.

Juventus er í þessum skrifuðu orðum að spila við Dinamo Zagreb en Juventus er nú þegar komið áfram í keppninni og hvíla þeir því Buffon.

10. desember 2008 var Buffon á varamannabekknum gegn Bate í keppninni en hann er búinn að spila alla leiki ítalska liðsins síðan og alls 50 leiki í röð.

Buffon er fjórði leikmaðurinn í sögunni til að spila 600 leiki í efstu deild á Ítalíu og á hann yfir 100 leiki í Meistaradeildinni. Ásamt því er hann leikjahæsti leikmaðurinn í sögu ítalska landsliðsins með 167 landsleiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner