Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 07. desember 2016 23:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Carlos Tevez nálgast Kína
Carlos Tevez
Carlos Tevez
Mynd: Getty Images
Líklegt þykir að Carlos Tevez verði næsta stórstjarna til að færa sig yfir í kínverska boltann en forseti Shangai Shenhua hefur greint frá þessu.

Gustavo Poyet þjálfar liðið og er hann mjög spenntur yfir orðrómunum en talið er að félagið sé tilbúið að borga honum 40 milljónir evra á ári til að lokka hann austur.

„Það er ekkert staðfest en félagið hefur áhuga á að fá hann og það væri sönn ánægja ef hann kæmi," sagði Poyet.

Tevez er sem stendur hjá uppeldisfélagi sínu í Boca í Argentínu en þar á undan var hann í tvö ár hjá Juventus á Ítalíu. Argentínumaðurinn hefur skorað tvö mörk í níu leikjum í argentínsku deildinni í ár.
Athugasemdir
banner
banner