Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 07. desember 2016 06:00
Þorsteinn Haukur Harðarson
Enska sambandið að gera risasamning við Nike
England verður áfram í Nike
England verður áfram í Nike
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Enska knattspyrnusambandið og íþróttavöruframleiðandinn Nike eru að ná samkomulagi um að enska landsliðið haldi áfram að klæðast treyjum frá Nike.

Núverandi samningur tók gildi árið 2013 og á að renna út eftir tvö ár. Verði nýi samningurinn að veruleika mun hans hinsvegar gilda til ársins 2030 og tryggja enska sambandinu 33 milljónir punda á ári.

Nike setur hinsvegar ákvæði í samninginn um að tekjurnar minnki ef enska landsliðinu mun ganga illa á stórmótum, líkt og verið hefur undanfarin ár.

Áður en liðið fór í Nike treyjurnar spilað England í búningum frá Umbro.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner