mið 07. desember 2016 14:00
Magnús Már Einarsson
Fonte segist ekki fá nýjan samning hjá Southampton
Jose Fonte.
Jose Fonte.
Mynd: Getty Images
Í gær bárust fréttir af því að Jose Fonte hefði hafnað nýjum samningi hjá Southampton og yrði mögulega seldur í janúar. Fonte segir þetta ekki vera rétt, honum hafi ekki verið boðinn nýr samningur.

Fonte verður 33 ára síðar í mánuðinum en samningur hans við Southampton rennur út árið 2018. Fonte hefur fengið þau skilaboð að hann fái ekki nýjan samning hjá félaginu, að minnsta kosti ekki í bili.

„Ég vil koma því á framfæri að ég er ekki búinn að hafna nýjum samningi," sagði Fonte á Instagram í dag.

„Staðreyndin er sú að Southampton hefur sagt mér að félagið ætli ekki að bjóða mér nýjan samning."

Fonte hefur verið lykilmaður í vörn Southampton undanfarin ár en hann var í liði Portúgals sem varð Evrópumeistari í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner