Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 07. desember 2016 20:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Forseti FIFA vill þrjú lið saman í riðli á HM og alls 16 riðla
Gianni Infantino.
Gianni Infantino.
Mynd: Getty Images
Gianni Infantino, forseti FIFA, vill hafa 48 þjóðir á HM 2026 og raða þeim niður í 16 þriggja liða riðla.

Infantino vildi upprunalega 40 lið á HM er hann tók við af Sepp Blatter sem forseti en nú vill hann bæta við átta í viðbót og hafa 32 liða úrslit eftir riðlakeppnina.

Með þessu segir Ítalinn að fleiri þjóðir fá að njóta heimsmeistaramótsins en hann mun kynna þessa hugmynd á fundi knatspyrnusambandsins í janúar.

Talið er líklegt að HM 2026 fari fram í Norður Ameríku og að fleiri en eitt landi haldi mótið.
Athugasemdir
banner
banner
banner