Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 07. desember 2016 12:20
Magnús Már Einarsson
Glódís áfram hjá Eskilstuna - Hafnaði ensku félagi
Glódís Perla Viggósdóttir.
Glódís Perla Viggósdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðskonan Glódís Perla Viggósdóttir skrifaði í gærkvöldi undir nýjan samning við sænska félagið Eskilstuna United en þetta staðfesti hún í samtali við Fótbolta.net í dag.

Glódís kom til Eskilstuna frá Stjörnunni árið 2015 og er því á leið í sitt þriðja tímabil með félaginu.

„Mér líður mjög vel þarna og tel gott fyrir mg að vera áfram þarna, allavega fram yfir EM," sagði Glódís við Fótbolta.net í dag.

Hin 21 árs gamla Glódís var einnig með tilboð í höndunum frá Englandi en hún ákvað að vera áfram í Svíþjóð.

„Ég var með tvo aðra valmöguleika. Það var áhugi í Englandi og Svíþjóð en mig langaði að taka eitt tímabil í viðbót með Eskilstuna og gera betur en á þessu tímabili. Mér fannst ég ekki vera upp á mitt besta á síðasta tímabili svo mig langar að vera áfram og sýna betur hvað ég get."

Eskilstuna endaði í 3. sæti í sænsku úrvalsdeildinni í ár en í fyrra endaði liðið einungis stigi á eftir meisturunum í Rosengård eftir mikla baráttu um titilinn.
Athugasemdir
banner
banner