Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 07. desember 2016 17:30
Magnús Már Einarsson
Hodgson vill snúa aftur í þjálfun
Hodgson á hliðarlínunni gegn Íslandi í sumar.
Hodgson á hliðarlínunni gegn Íslandi í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Roy Hodgson segist hafa áhuga á að taka að sér nýtt þjálfarastarf. Hinn 69 ára gamli Hodgson hefur verið án starfs síðan hann sagði upp sem þjálfari enska landsliðsins eftir 2-1 tap gegn Íslandi í 16-liða úrslitum EM í sumar.

Hodgson tók við enska landsliðinu árið 2012 eftir að hafa árin á undan stýrt Fulham, Liverpool og WBA.

„Ég vil koma til baka. Mér hefur aldrei liðið eins vel og núna. Aldurinn hefur aldrei haft áhrif á mig," sagði Hodgson.

„Mér líður vel og ef eitthvað er þá verður þú betri þjálfari svo lengi sem þú heldur þig við þín gildi. Ef viska skiptir máli þá verður þú einungis vitrari með árunum."

„Fyrir mér skiptir ekki máli hvort þetta sé félagslið eða landslið. Stór hluti af mér telur að það væri gott að fara í vinnu sem ég er í alla daga en landslið gætu líka haft áhuga á reynslu minni."

Athugasemdir
banner
banner