Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 07. desember 2016 13:00
Magnús Már Einarsson
Ingólfur Sigurðsson með samningstilboð frá Hollandi
Ingólfur Sigurðsson.
Ingólfur Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Ingólfur Sigurðsson er með tilboð í höndunum frá IJsselmeervogels í Hollandi.

IJsselmeervogels er sem stendur í öðru sæti í D-deildinni í Hollandi en félagið spilar á leikvangi sem tekur 6000 manns. Liðið er komið í 16-liða úrslit í hollensku bikarkeppninni þar sem það mætir Heerenveen í næstu viku.

„Ég er með samning á borðinu frá þeim og er að kanna aðstæður," sagði Ingólfur við Fótbolta.net í adg.

Hinn 23 ára gamli Ingólfur lék með Fram fyrri hluta síðasta tímabils áður en hann fór í KH þar sem hann kláraði tímabilið.

Ingólfur er uppalinn Valsari en hann þekkir til í Hollandi eftir að hafa verið í unglingaliði Heerenveen á sínum tíma.

Á ferli sínum hefur Ingólfur einnig leikið með KR, Þrótti R, Víkingi Ó. og KV.
Athugasemdir
banner
banner
banner