Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 07. desember 2016 14:56
Magnús Már Einarsson
Ísland á stuðningsmenn ársins hjá FourFourTwo
Úr nýjasta tímariti FourFourTwo.
Úr nýjasta tímariti FourFourTwo.
Mynd: FourFourTwo
Hið virta fótboltatímarit FourFourTwo hefur valið stuðningsmenn Íslands sem stuðningsmenn ársins 2016.

Stuðningsmenn Íslands, með stuðningssveitina Tólfuna í broddi fylkingar, vöktu mikla athygli á EM í Frakklandi.

Víkingaklappið er til að mynda orðið heimsfrægt eftir EM í sumar.

Íslensku stuðningsmennirnir fóru á kostum á EM þrátt fyrir að vera oft í talsverðum minnihluta á leikvöngunum.

„Íslenskir stuðningsmenn studdu sína menn af krafti og fengu kraftaverkið sem þeir eiga skilið - ef það kallast kraftaverk að vinna England," segir í FourFour Two í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner