Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mið 07. desember 2016 15:30
Magnús Már Einarsson
Kane staðráðinn í að vinna Evrópudeildina
Harry Kane.
Harry Kane.
Mynd: Getty Images
Harry Kane, framherji Tottenham, setur stefnuna á að vinna Evrópudeildina með liðinu. Tottenham er úr leik í Meistaradeildinni en ef liðið vinnur eða gerir jafntefli við CSKA Moskvu í kvöld þá fer það í 32-liða úrslitin í Evrópudeildinni.

„Þetta hefur verið svekkjand tímabil í Meistaradeidlinni en við vitum að við þurfum að fara út á völl og vinna á miðvikudagskvöld (í kvöld)," sagði Kane.

„Við verðum að klára riðilinn með smá stolti með því að komast í Evrópudeildina og reyna síðan að vinna hana. Það er það sem fótboltinn snýst um, að vinna titla."

„Við viljum líka gefa stuðningsmönnunum eitthvað til að fagna. Þeir hafa verið ótrúlegir í síðustu tveimur leikjum á Wembley og sett áhorfendamet í báðum leikjum. Við höfum ekki getað borgað til baka með því að gefa þeim eitthvað til að fagna."

„Það særir okkur sem leikmenn svo það er mikilvægt að við sendum stuðningsmennina ánægða heim með sigur í farteskinu að þessu sinni."

Athugasemdir
banner
banner