Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 07. desember 2016 18:48
Jóhann Ingi Hafþórsson
Meistaradeildin - Byrjunarlið: Leicester með hálfgert varalið
Danny Drinkwater spilar í kvöld.
Danny Drinkwater spilar í kvöld.
Mynd: Getty Images
Það er ekki mikið undir í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Nánast er ljóst hvaða lið komast áfram í 16 liða úrslitin áður en bolta verður sparkað í kvöld en meiri barátta er um 3. sæti riðlanna og hvaða lið komast í Evrópudeildina.

Ljóst er að Tottenham fer ekki áfram í 16 liða úrslit Meistaradeildarinnar en með jafntefli eða sigri gegn CSKA Moskvu er ljóst að enska félagið fer í Evrópudeildina. Þeir missa hins vegar af henni með tapi en Bayer Leverkusen og Monaco fara áfram úr riðlinum.

Real Madrid og Borussia Dortmund eru með yfirburði í sínum riðli en toppsætið er að veði er þau mætast í kvöld. Dortmund nægir jafntefli til að halda í toppsætið en Real verður að vinna til að enda í efsta sætinu.

Engalndsmeistarar Leicester eru komnir áfram úr sínum riðli og aðeins spurning hvort Porto eða FC Kaupmannahöfn fylgi þeim áfram. Leicester mætir Porto í Portúgal í kvöld en toppsætið verður þeirra, sama hvernig fer. Þeir hvíla því mikið í kvöld en illa hefur gengið í dieldinni hjá þeim undanfarið.

Í H- riðli er svo Juventus komið í 16 liða úrslit en Lyon og Sevilla eigast við í Frakklandi en Lyon þarf sigur til að komast áfram. Sevilla nægir jafntefli en með sigri geta þeir komist upp fyrir Juventus, nái ítalska liðið ekki að vinna Dinamo Zagreb á heimavelli sínum.

Byrjunarlið Tottenham:
Lloris; Walker, Dier, Vertonghen, Rose; Winks, Wanyama; Eriksen, Dele, Son; Kane.

Byrjunarlið Real Madrid:
Navas; Carvajal, Ramos, Varane, Ronaldo, Benzema, James, Marcelo, Casemiro, Vazquez, Modric

Byrjunarlið Dortmund:
Bartra, Dembélé, Aubameyang, Schürrle, Pulisic, Solratis, Piszczek, Castro, Schmelzer, Weigl.

Byrjunarlið Leicester:
Hamer, Hernández, Waslilewski, Morgan (c), Chilwell, Gray, Mendy, Drinkwater, Schlupp, Okazaki, Musa

Byrjunarlið Juventus:
Neto; Rugani, Benatia, Evra; Cuadrado, Lemina, Marchisio, Pjanic, Asamoah; Higuain, Mandzukic.
Athugasemdir
banner
banner
banner