mið 07. desember 2016 21:39
Jóhann Ingi Hafþórsson
Meistaradeildin: Dortmund vann riðilinn eftir endurkomu gegn Real
Englandsmeistararnir rassskelltir - Loksins vann Spurs á Wembley
Benzema skoraði tvö í kvöld.
Benzema skoraði tvö í kvöld.
Mynd: Getty Images
Juventus átti ekki í miklum vandræðum með Dinamo Zagreb
Juventus átti ekki í miklum vandræðum með Dinamo Zagreb
Mynd: Getty Images
Porto fór illa með Leicester
Porto fór illa með Leicester
Mynd: Getty Images
Harry Kane skoraði
Harry Kane skoraði
Mynd: Getty Images
Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu er nú lokið. Tottenham er búið að vera í tómu tjóni á heimavelli í Meistaradeildinni í vetur en þeir hafa leikið heimaleiki sína á Wembley og hingað til tapað fyrir Leverkusen og Monaco. Þeir lentu svo undir gegn CSKA Moskvu í kvöld en snéru blaðinu við og tryggðu sér sæti í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar með sigri. Monaco vann riðilinn þrátt fyrir tap gegn Bayer Leverkusen í kvöld.

Real Madrid komst í 2-0 gegn Dortmund á heimavelli sínum og virtust þeir ætla að taka efsta sæti riðilsins af þýska liðinu. Dortmund gafst hins vegar ekki upp og náðu að jafna í seinni hálfleik og er það því Dortmund sem vinnur riðilinn. Legia frá Varsjá fer svo í Evrópudeildina eftir sigur á Sporting.

Porto tryggði sér svo sæti í 16-liða úrslitunum með öruggum sigri á Leicester en Englandsmeistararnir hvíldu marga leikmenn í leiknum. FC Kaupmannahöfn fer í Evrópudeildinna en þeir hefðu komist áfram í 16 liða úrslitin hefði Leicester unnið Porto.

Juventus vann svo 2-0 sigur á Dinamo Zagreb og tryggði sér með því toppsætið í H-riðli. Sevilla fylgir þeim í 16 liða úrslitin eftir jafntefli við Lyon. Lyon þurfti á sigri að halda til að eiga möguleika á að komast áfram. Þess í stað fer franska liðið í Evrópudeildina.

E-riðill:
Bayer 3 - 0 Monaco
1-0 Vladlen Yurchenko ('30 )
2-0 Julian Brandt ('48 )
3-0 Morgan De Sanctis ('82 , sjálfsmark)

Tottenham 3 - 1 CSKA
0-1 Alan Dzagoev ('33 )
1-1 Dele Alli ('38 )
2-1 Harry Kane ('45 )
3-1 Igor Akinfeev ('77 , sjálfsmark)

F-riðill:
Real Madrid 2 - 2 Borussia D.
1-0 Karim Benzema ('28 )
2-0 Karim Benzema ('53 )
2-1 Pierre Emerick Aubameyang ('61 )
2-2 Marco Reus ('88 )

Legia 1 - 0 Sporting
1-0 Guilherme ('30 )
Rautt spjald:William Carvalho, Sporting ('85)

G-riðill:
Club Brugge 0 - 2 FC Kobenhavn
0-1 Brandon Mechele ('8 , sjálfsmark)
0-2 Mathias Jorgensen ('15 )

Porto 5 - 0 Leicester City
1-0 Andre Silva ('6 )
2-0 Jesus Manuel Corona ('26 )
3-0 Yacine Brahimi ('44 )
4-0 Andre Silva ('65 , víti)
5-0 Diogo Jota ('77 )

H-riðill:
Lyon 0 - 0 Sevilla

Juventus 2 - 0 Dinamo Zagreb
1-0 Gonzalo Higuain ('52 )
2-0 Daniele Rugani ('73 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner