Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 07. desember 2016 19:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Mourinho kvartar og kveinar yfir vellinum í Úkraínu
Mourinho er ekki sáttur.
Mourinho er ekki sáttur.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho er ekki sáttur við þá ákvörðun UEFA að hafa leik Manchester United gegn Zorya í Evrópudeildinni í Úkraínu en Zorya er úkraínskt félag.

Stig nægir enska félaginu til að komast í 32 liða úrslit keppninnar en líklegt er að hitastigið á Chornomorets vellinum í Zorya verði í kringum frostmark. Mourinho er ekki sáttur við að leikið sé í austur Evrópu í desember vegna kulda.

„Völlurinn er harður og það er klaki á honum," sagði Mourinho.

„Allir vita hvernig aðstæður er í Úkraínu á þessum tíma árs og þetta verður erfitt. UEFA ætti ekki að láta leikinn fara fram í desember. Zorya eru að reyna að hita völlinn upp en það er ekki hægt að gera kraftaverk. Vonum það besta," bætti Portúgalinn við.

Manchester United hefur tapað báðum útileikjum sínum í keppninni til þessa. Fyrst gegn Feyenoord og síðan Fenerbache en að sama skapi hafa þeir unnið alla þrjá heimaleiki sína.

United fellur úr leik með tapi ef Feyenoord vinnur Fenerbache en eins og áður segir nægir liðinu jafntefli til að komast áfram.
Athugasemdir
banner
banner