Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 07. desember 2016 23:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Pardew verður ekki rekinn frá Palace
Alan Pardew
Alan Pardew
Mynd: Getty Images
Alan Pardew verður ekki rekinn frá Crystal Palace en þetta segir stjórnarformaður félagsins, Steve Parish.

Pardew viðurkenndi að hann var undir pressu eftir sex tapleiki í röð í ensku úrvalsdeildinni en 3-0 sigur á Southampton um helgina hefur létt undan henni.

Palace eru nú í 14. sæti deildarinnar og segir Parish að hann eigi von á fleiri góðum úrslitum á næstunni.

„Pardew er með 41% sigurhlutfall hjá Palace sem er rosalega gott. Starfið hans er mjög öruggt eins og er. Bransinn er hins vegar þannig að allir þjálfarar eru undir pressu núorðið en ég á von á miklu frá þessu félagi á næstunni," sagði Parish.
Athugasemdir
banner
banner
banner