Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 07. desember 2016 16:30
Magnús Már Einarsson
Ranieri óttast ekki að vera rekinn
Claudio Ranieri.
Claudio Ranieri.
Mynd: Getty Images
Claudio Ranieri, stjóri Leicester, óttast ekki að vera rekinn frá félaginu þrátt fyrir dapurt gengi ensku meistaranna á þessu tímabili.

Leicester er í 16. sæti í ensku úrvalsdeildinni en Ranieri óttast ekki að missa starfið.

„Aldrei, því að þetta er ekki mín ákvörðun," sagði Ranieri aðspurður hvort að hann óttist að missa starfið.

„Eigandinn stendur alltaf við bakið á okkur. Hann reynir alltaf að hjálpa okkur á jákvæðan hátt. Auðvitað er hann ekki ánægður, enginn hjá félaginu er það."

„Þegar við vinnum þá vinnum við saman. Þegar við töpum þá töpum við saman. Reynsla mín segir að það sé mikilvægt að vera rólegur og jákvæður, hafa trú á leikmönnunum og gera það besta fyrir liðið."


Sjá einnig:
Er titilvörn Leicester sú versta í sögunni?
Athugasemdir
banner