Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 07. desember 2016 15:08
Magnús Már Einarsson
Hodgson: Íslenska liðið var eins og jarðýta
Roy Hodgson.
Roy Hodgson.
Mynd: Getty Images
Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englendinga, tjáði sig í dag í fyrsta skipti í sjónvarpsviðtali um 2-1 tapið gegn Íslandi í 16-liða úrslitum EM í sumar. Hogdson sagði upp störfum á fréttamannafundi strax að leik loknum og hefur haldið sig til hlés síðan þá.

„Meðbyrinn skiptir máli. Ísland var með hann. Þeir voru eins og jarðýta í lokin," sagði Hodgson í viðtali á Sky Sports í dag.

„Við horfðum á þá, skoðuðum þá og undirbjuggum okkur eins og við töldum að við vildum spila gegn þeim."

„Við töldum að við hefðum gert það nokuð vel, sérstaklega eftir fyrsta markið. Við fundum veikleika hjá þeim og fengum vítaspyrnu, en þeir voru fljótir að jafna."

„Þeir höfðu að engu að tapa og eftir því sem sjálfstraust þeirra jókst urðu þeir minna hræddir á meðan hræðslan byrjaði að taka um sig hjá okkur."

„Þetta er sorlgegt því að ein af skilaboðunum sem við sendum til leikmanna voru að vera ekki hræddir. Við sögðum þeim að treysta og trúa jafn mikið á hæfileika sína og við gerðum. Við sögðum þeim að sýna að þeir væru góðir leikmenn og vinsamlegast ekki vera hræddir."

„Ef hlutirnir ganga illa þá áttu að hætta að hugsa um það og halda áfram. Það er auðvelt að segja þetta. Ef að þjálfun væri svo auðveld að þú myndir bara segja réttu hlutina við réttu leikmennina á réttum tímapunkti, þá gætu allir orðið góðir þjálfarar."

„Allir þjálfarar gera þetta. Það er eitt að segja þetta en það er annað að gera þetta úti á velli þegar pressan byrjar að magnast."

Athugasemdir
banner
banner
banner