mið 07. desember 2016 20:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Stjóri Dortmund skilur af hverju Aubameyang vill fara til Real
Aubameyang fagnar
Aubameyang fagnar
Mynd: Getty Images
Thomas Tuchel, þjálfari Borussia Dortmund, segir að þýska félagið geti ekki selt Pierre-Emerick Aubameyang til Real Madrid.

Framherjinn hefur skorað 69 mörk í 108 leikjum í þýsku úrvalsdeildinni og sagði í febrúar að hann hafi lofað látnum afa sínum að hann myndi einn daginn spila fyrir Real Madrid. Síðar sagði hann að Real væri ekki eina liðið sem kæmi til greina.

„Það er eðlilegt að hann vilji spila með Real Madrid einn daginn. Allir með hans hæfileika vilja spila með einu af bestu liðum heims. Ég er samt harður á því að við getum ekki náð okkar markmiðum án hans. Hann er frábær leikmaður sem gerir alla í kringum sig betri," sagði Tuchel.

Real og Dortmund eru einmitt að spila á meðan þessi frétt er skrifuð en þau berjast um toppsæti F-riðils í Meistaradeildinni. Dortmund nægir jafntefli til að ná toppsætinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner