Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 07. desember 2016 21:57
Elvar Geir Magnússon
Það sem þú þarft að vita fyrir Meistaradeildardráttinn
Þessi lið verða í pottinum
Dregið verður á mánudag.
Dregið verður á mánudag.
Mynd: Getty Images
Wenger bíður spenntur eftir drættinum.
Wenger bíður spenntur eftir drættinum.
Mynd: Getty Images
Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu lauk í kvöld en þremur enskum liðum tókst að komast í 16-liða úrslit keppninnar: Arsenal, Manchester City og Leicester.

Hvenær er dregið í 16-liða úrslit? Mánudaginn 12. desember klukkan 11:00. Dregið verður í Nyon.

Með hvaða hætti er drátturinn? Liðin sem sigruðu sína riðla munu dragast gegn liðum sem enduðu í öðru sæti. Lið sem voru saman í riðli geta ekki dregist saman og ekki heldur lið frá sama landi. Liðin sem unnu riðlana leika fyrri leikinn úti.

Þessi lið eru í pottinum
Sigurvegarar riðlanna: Arsenal, Napoli, Barcelona, Atletico Madrid, Mónakó, Borussia Dortmund, Leicester City, Juventus.

Liðin í öðru sæti: Paris Saint-Germain, Benfica, Manchester City, Bayern München, Bayer Leverkusen, Real Madrid, Porto, Sevilla.



Hverjum gæti Arsenal mætt? Benfica, Bayern München, Bayer Leverkusen, Real Madrid, Porto eða Sevilla.

Hverjum gæti Man City mætt? Napoli, Atletico Madrid, Mónakó, Borussia Dortmund eða Juventus.

Hverjum gæti Leicester mætt? Paris Saint-Germain, Benfica, Bayern München, Bayer Leverkusen, Real Madrid eða Sevilla.

Hvenær verður leikið í 16-liða úrslitunum?
Hlé verður gert á keppninni. Fyrri viðureignirnar verða 14/15 og 21/22 febrúar. Seinni viðureignirnar 7/8 og 14/15 mars.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner