Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 07. desember 2016 12:30
Magnús Már Einarsson
Vilja leggja 100 milljónir til endurbóta á gervigrasi í Reykjavík
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja leggja 100 milljónir króna til endurbóta á gervigrasvöllum í borginni.

Þetta kom fram á borgarstjórnarfundi í gær en þar fór fram seinni umræða um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir 2017.

Fjárveitinguna skal nota til að endurnýja velli, sem eru nú með kurl úr úrgangsdekkjum sem yfirborðsfylliefni, en setja þess í stað viðurkennt gæðagras og efni, sem stenst ýtrustu umhverfis- og heilbrigðiskröfur.

Verkinu skal lokið á árinu 2017 sé tillagan samþykkt.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner