mið 07. desember 2016 09:25
Magnús Már Einarsson
West Ham vill kaupa Fellaini
Powerade
Á leið til West Ham?
Á leið til West Ham?
Mynd: Getty Images
Depay er orðaður við Everton.
Depay er orðaður við Everton.
Mynd: Getty Images
Þá er komið að slúðrinu á þessum fína miðvikudegi.



Alexis Sanchez (27) er að nota tilboð frá Kína til að hækka laun sín hjá Arsenal. Alexis býðst að fá 400 þúsund pund í laun á viku í Kína. (Daily Mail)

West Ham ætlar að reyna að fá Marouane Fellaini (29) frá Manchester United þegar félagaskiptaglugginn opnar í næsta mánuði. (Daily Telegraph)

West Ham vill líka fá Asmir Begovic (29), markvörð Chelsea. (Sun)

Frank Lampard (38) er líklega að koma inn í þjálfaralið enska landsliðsins. Sammy Lee verður ekki áfram aðstoðarþjálfari enska landsliðsins. (Daily Star)

Chelsea, Manchester City og Ajax vilja fá Karamoko Dembele (13) frá Celtic. Þessi efnilegi framherji getur valið á milli þess að spila með enska eða skoska landsliðinu í framtíðinni. (Independent)

Everton ræddi við Manchester United um Memphis Depay (22) og Morgan Schneiderlin (27) fyrir leik liðanna um helgina. (Scottish Sun)

Everton vill líka fá Zach Clough (21), framherja Bolton. (Sun)

Everton er tilbúið að selja Tom Cleverley (27) í janúar en nokkur félög hafa áhuga á honum. (Daily Mirror)

Middlesbrough segir að félagið vilji fá 35 milljónir punda fyrir varnarmanninn Ben Gibson (23) en Chelsea vill fá hann. (Daily Mirror)

Manchester City hefur áhuga á Ryan Sessegnon (16), vinstri bakverði Fulham, en Arsenal bauð þrjár milljónir punda í hann fyrr á árinu. (Daily Mail)

Tottenham vonast til að ná að gera nýjan samning við Toby Alderweireld (27) áður en félög nýta sér klásúlu í samningi hans um að hann megi fara á 25 milljónir punda. (Daily Telegraph)

AC Milan ætlar að berjast við Chelsea um króatíska miðjumanninn Milan Badelj (27) en samningur hans við Fiorentina rennur út eftir eitt og hálft ár. (Talksport)

Steve Parish, formaður Crystal Palace, segir að starf Alan Pardew sé öruggt þrátt fyrir slaka byrjun liðsins í ensku úrvalsdeildinni. (Talksport)

Olivier Giroud (30) mun ekki fara frá Arsenal í janúar en þetta segir umboðsmaður hans. (Daily Express)

Chelsea þarf að berjast við Atletico Madrid um vinstri bakvörðinn Faouzi Ghoulam (25) hjá Atletico Madrid. (Calciomercato)

Barcelona hafnaði boði um að fá Luka Modric (31) í sínar raðir árið 2008. Modric fór þá til Tottenham en í dag leikur hann með Real Madrid. (ESPN)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner