Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 07. desember 2017 21:47
Ívan Guðjón Baldursson
Aldrei verið jafn fáir áhorfendur á Emirates
Mynd: Getty Images
Varalið Arsenal er að valta yfir BATE Borisov í lokaleik riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Staðan er 6-0 þegar tíu mínútur eru eftir af venjulegum leiktíma. Heimamenn voru þegar búnir að tryggja sig í 32-liða úrslitin.

Það vekur athygli hversu fáir áhorfendur eru á leiknum, sérstaklega í ljósi þess að fyrir utan eru skilti sem stendur á að það sé uppselt.

Opinberar tölur frá Arsenal segja að 54,648 manns séu á leiknum en útlit er fyrir að áhorfendur nái ekki 30,000.

„Ég hef aldrei séð Emirates svona tómann. Ég myndi giska á að hann hafi verið hálftómur. Það geta verið margar ástæður fyrir þessu," segir Adam Shergold, fréttamaður Daily Mail á leiknum.

„Fólk er að spara fyrir jólin, liðið er búið að vinna riðilinn, leikurinn er í sjónvarpinu, svo eru 1900km á milli Borisov og Lundúna."

Lægsti áhorfendafjöldi Arsenal var þegar 44,064 manns mættu á deildabikarleik gegn Doncaster Rovers í september. Það bætti met frá 20. september 2011, þegar 46,539 manns létu sjá sig.

Þess ber að geta að opinberar tölur frá félaginu segja aðeins til um selda miða, ekki raunverulegan áhorfendafjölda.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner