Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 07. desember 2017 22:55
Ívan Guðjón Baldursson
Arsenal getur mætt Napoli eða Dortmund
Mynd: Getty Images
Borussia Dortmund og Napoli eru meðal mögulegra mótherja Arsenal í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Það eru 16 lið í hvorum potti og geta lið sem voru saman í riðli eða frá sama landi ekki mæst.

Arsenal getur því mætt öllum liðum nema Rauðu stjörnunni úr potti 2. Í pottinum eru fjögur meistaradeildarlið og tvö þeirra, Napoli og Dortmund, eru vægast sagt ógnvekjandi.

Hin tvö eru Celtic og Spartak Moskva sem tapaði 7-0 á Anfield í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Lyon og Marseille eru í potti 2 ásamt Real Sociedad og Kaupmannahöfn, en draumadráttur Lundúnafélagsins yrði líklega gegn Partizan frá Belgrad, Steaua frá Búkarest eða Östersund.

Spennandi leikir gætu átt sér stað í 32-liða úrslitum og er hægt að sjá styrkleikaflokkana hér fyrir neðan.

Pottur 1
Villarreal, Dynamo Kiev, Braga, Milan, Atalanta, Lokomotiv Moskva, Viktoria Plzen, Arsenal, Salzburg, Athletic Bilbao, Lazio, Zenit, Atletico Madrid, CSKA Moskva, Leipzig, Sporting CP

Pottur 2
Astana, Partizan, Ludogorets, AEK, Lyon, Kaupmannahöfn, Steaua Búkarest, Rauða stjarnan, Marseille, Östersund, Nice, Real Sociedad, Borussia Dortmund, Celtic, Napoli, Spartak Moskva
Athugasemdir
banner