fim 07. desember 2017 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ian Rush: Sammy Lee á að fá góðar móttökur
Sammy Lee er aðstoðarmaður Stóra Sam hjá Everton.
Sammy Lee er aðstoðarmaður Stóra Sam hjá Everton.
Mynd: Getty Images
Sammy Lee á að fá góðar móttökur þegar hann snýr aftur á Anfield um helgina að mati goðsagnarinnar Ian Rush.

Liverpool og Everton eigast við á sannkölluðum „ofursunnudegi", en Manchester United og Manchester City spila líka á sunnudaginn.

Sammy Lee er fyrrum leikmaður og þá hefur hann einnig verið í þjálfaraliði Liverpool. Núna er hann hins vegar aðstoðarmaður Sam Allardyce hjá erkifjendunum í Everton.

„Ég vona að hann fái góðar móttökur á Anfield vegna þess að sem leikmaður og þjálfari var hann stórkostlegur fyrir Liverpool," sagði Rush, sem er ein mesta goðsögn í sögu Liverpool, er hann ræddi við fréttastofu Sky Sports um málið.

Sjá einnig:
Sammy Lee: Sannur heiður að starfa fyrir Everton
Athugasemdir
banner
banner
banner