Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 07. desember 2017 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skiptir ekki Valverde máli þó Messi vinni Ballon d'Or
Messi og Ronaldo berjast um Ballon d'Or á ári hverju.
Messi og Ronaldo berjast um Ballon d'Or á ári hverju.
Mynd: Getty Images
Ernesto Valverde, stjóra Barcelona, gæti ekki verið meira sama hver vinnur Ballon d'Or, verðlaunin sem veitt eru besta fótboltamanni heims á ári hverju.

Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hafa barist um verðlaunin undanfarin ár.

Á morgun verður tilkynnt hver hreppur þau fyrir árið sem er að líða, en Ronaldo þykir líklegri.

Þrátt fyrir að Messi, leikmaður Barcelona sé að berjast um verðlaunin er Valverde nákvæmlega sama um þau.

„Mér er sama um öll verðlaun," sagði Valverde við blaðamenn á dögunum. „Gullskórinn, Ballon d'Or... ég veit ekki hversu mörg verðlaun eru til. Ég vil ekki skipta mér af þeim."
Athugasemdir
banner
banner
banner