banner
   fim 07. desember 2017 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þjálfari Kára mætti ekki á æfingu - Að taka við Rangers?
Derek McInnes.
Derek McInnes.
Mynd: Getty Images
Derek McInnes, þjálfari Aberdeen, gæti verið að færa sig um set til að taka við Rangers. Kári Árnason spilar með Aberdeen.

Samkvæmt BBC hefur Rangers reynt að fá leyfi frá Aberdeen til að ræða við McInnes. Hingað til hefur Aberdeen hefur Aberdeen hafnað fyrirspurnum Rangers, en það gæti breyst fljótlega.

McInnes fundaði með Stewart Milne, stjórnarformanni Aberdeen, í gær og gæti nú fengið að ræða við Rangers.

Samkvæmt BBC í Skotlandi vill McInnes fá að ræða við Rangers og sjá hvað félagið hefur upp á bjóða. McInnes er fyrrum leikmaður Rangers og þekkir því félagið nokkuð vel.

Rangers er tilbúið að borga 1 milljón punda til Aberdeen í skaðabætur fyrir McInnes og aðstoðarmann hans, Tony Docherty.

McInnes og Docherty stýrðu ekki æfingu Aberdeen í gær og framtíð þeirra er nú óljós þrátt fyrir að þeir hafi báðir skrifað undir nýja samninga síðasta sumar, sem gilda tl 2020.

Rangers hefur verið án þjálfara í sex vikur og vill ráða nýjan mann sem fyrst.
Athugasemdir
banner
banner
banner