Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 08. janúar 2017 15:43
Elvar Geir Magnússon
Futsal: Selfoss óvæntur meistari eftir sigur á Ólsurum
Álftanes vann titilinn í kvennaflokki
Selfyssingar með bikarinn.
Selfyssingar með bikarinn.
Mynd: SportTv
Selfoss varð í dag Íslandsmeistari í Futsal í karlaflokki í fyrsta sinn í sögu félagsins þegar liðið vann óvæntan 3-2 sigur gegn Víkingi Ólafsvík í æsispennandi úrslitaleik í Laugardalshöll.

Ólsarar hafa undanfarin ár verið langbesta lið landsins í innanhússboltanum og vann þennan titil þrisvar á fjórum árum.

Ólsarar voru 2-1 yfir í leiknum í dag en Selfyssingar áttu frábæra endurkomu og tryggðu sér nauman sigur.

Gylfi Dagur Leifsson og Ásgrímur Þór Bjarnason skoruðu sitt markið hvor fyrir Selfoss en sigurmark leiksins var sjálfsmark Emir Dokara. Þorsteinn Már Ragnarsson og Kristinn Magnús Pétursson skoruðu fyrir Ólafsvíkurliðið.

Það var einnig mikil spenna í úrslitaleiknum í kvennaflokki þar sem Álftanes vann 4-3 sigur gegn Selfossi. Þessi sömu lið léku til úrslita fyrir ári síðan en þá vann Selfoss. Álftanes kom fram hefndum í dag og vann sinn fyrsta Futsal Íslandsmeistaratitil.

Erna Birgisdóttir skoraði tvö fyrir Álftanes í úrslitaleiknum en Oddný Sigurbergsdóttir og Saga Kjærbech Finnbogadóttir komust einnig á blað. Fyrir Selfoss skoraði Erna Guðjónsdóttir tvívegis og Eva Lind Elíasdóttir skoraði eitt.

Úrslitaleikirnir voru sýndir beint á SportTv en hér að neðan má sjá upptöku frá úrslitaleiknum í kvennaflokki.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner