Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 08. febrúar 2016 20:06
Ívan Guðjón Baldursson
Clement rekinn frá Derby (Staðfest)
Paul Clement var rekinn þrátt fyrir að vera aðeins fimm stigum frá toppsæti Championship deildarinnar eftir 30 umferðir.
Paul Clement var rekinn þrátt fyrir að vera aðeins fimm stigum frá toppsæti Championship deildarinnar eftir 30 umferðir.
Mynd: Getty Images
Derby County er búið að reka Paul Clement eftir aðeins átta mánuði við stjórnvöl félagsins.

Clement skrifaði undir þriggja ára samning við Derby í sumar en áður hafði hann verið aðstoðarþjálfari hjá Real Madrid og PSG.

Derby hefur ekki unnið leik í Championship deildinni síðustu sjö umferðir en félagið er þrátt fyrir það í 5. sæti deildarinnar, fimm stigum frá toppliði Middlesbrough.

„Við erum þakklátir fyrir starf Paul hjá félaginu en nú teljum við að það sé kominn tími til að breyta til," sagði Mel Morris, eigandi Derby.

„Ég hef fulla trú á því að við erum með eitt af allra bestu liðum deildarinnar. Leikmenn okkar eru hæfileikaríkir atvinnumenn sem myndu gera góða hluti í úrvalsdeildinni.

„Ég vil þakka Paul fyrir að leiða liðið í gegnum fyrstu 30 leiki tímabilsins og það er frábært að vera meðal sex efstu liða deildarinnar. VIð óskum honum alls hins besta í framtíðinni."


Darren Wassall, yfirmaður unglingastarfsins hjá Derby, stýrir félaginu út tímabilið.
Athugasemdir
banner
banner
banner