Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 08. febrúar 2016 08:00
Alexander Freyr Tamimi
Gary Neville: Byrjað að skrifa dánartilkynninguna
Það gengur hvorki né rekur hjá Gary Neville.
Það gengur hvorki né rekur hjá Gary Neville.
Mynd: Getty Images
Gary Neville hét því eftir 1-0 tap Valencia gegn Real Betis að hann myndi halda áfram að berjast sem þjálfari liðsins.

Tapið gegn Betis kom í kjölfarið á niðurlægjandi 7-0 stórskelli gegn Barcelona í bikarnum um síðustu helgi en það var versta tap liðsins frá árinu 1993.

Valencia er einungis fjórum stigum frá fallsæti í La Liga og hefur þar ekki enn unnið leik í níu tilraunum undir stjórn þessa fyrrum fyrirliða Manchester United.

„Ég sagði áður en ég kom hingað að ég yrði dæmdur á fimm mánuðum. Dánartilkynningarnar hafa þegar verið skrifaðar, ég hef verið dæmdur á sex vikum," sagði Neville.

„Síðustu tveir deildarleikir okkar áttu ekki að skila sér í tveimur töpum en raunveruleikinn er sá að við töpuðum þessum leikjum. Ég veit hverjar afleiðingar þess eru að ná ekki góðum úrslitum, það sem skiptir máli eru úrslit."

„Það er klárt að við erum betri en sum lið sem við erum að mæta, það er erfitt að útskýra þetta. Ég trúi því ekki að við munum halda áfram að klúðra færum og að hin liðin munu alltaf nýta hvert einasta færi sitt."

„Það er enginn vafi að á svona tímum þurfa allir að standa saman. Allir eru að þjást, þetta er bara ekki að detta með okkur í augnablikinu. En ég held áfram að leggja hart að mér og hafa trú á þessu."

Athugasemdir
banner
banner