mán 08. febrúar 2016 14:19
Elvar Geir Magnússon
Hólmbert og Gary Martin á förum frá KR?
Norrköping vill fá Hólmbert.
Norrköping vill fá Hólmbert.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmennirnir Hólmbert Aron Friðjónsson og Gary Martin gætu verið á förum frá KR samkvæmt frétt 433.is.

Sænska félagið Norrköping á í viðræðum við KR um kaup á Hólmberti en þetta staðfestir Jónas Kristinsson, framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar KR.

Hólmbert skoðaði aðstæður og æfði með Norrköping á dögunum.

Þá gæti Gary Martin einnig yfirgefið KR samkvæmt sögusögunum. Víkingar í Reykjavík eru sagðir á 433.is hafa átt í viðræðum við KR.

„Ég get ekki staðfest það heldur, það er alltaf eitthvað í gangi," sagði Jónas um framtíð Gary Martin.

Talsverðar breytingar hafa orðið á leikmannahópi KR eftir síðasta tímabil.

Komnir:
Finnur Orri Margeirsson frá Lilleström
Indriði Sigurðsson frá Viking
Michael Præst frá Stjörnunni
Kennie Chopart frá Fjölni
Morten Beck Andersen frá Danmörku

Farnir:
Emil Atlason í Þrótt
Grétar Sigfinnur Sigurðarson í Stjörnuna
Jónas Guðni Sævarsson í Keflavík
Kristinn Jóhannes Magnússon hættur
Rasmus Christiansen í Val
Sören Frederiksen í Viborg
Þorsteinn Már Ragnarsson í Víking Ó.
Almarr Ormarsson í KA
Athugasemdir
banner
banner
banner