Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 08. febrúar 2016 14:46
Magnús Már Einarsson
Klopp mættur til starfa á ný - Ársmiðahafi sá um uppskurðinn
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, er mættur til starfa á nýjan leik eftir að hafa farið í botnlangaaðgerð um helgina.

Klopp var mættur á fréttamannafund í dag fyrir leikinn gegn West Ham í enska bikarnum annað kvöld.

„Mér líður vel. Margir hafa lent í þessu áður. Þetta var ekki góð nótt en mér líður vel," sagði Klopp.

Klopp missti af leiknum gegn Sunderland um helgina þar sem hann var í aðgerð á sama tíma

„Læknir liðsins sagði mér að fara á sjúkrahús en ég var ekki viss um það. Skurðlæknirinn var frábær, hann er ársmiðahafi svo hann missti líka af leiknum."

„Ég er í fínu standi, annars væri ég ekki hér,"
sagði Klopp á fréttamannafundinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner