Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 08. febrúar 2016 19:45
Ívan Guðjón Baldursson
Kurt Zouma frá í hálft ár
Mynd: Getty Images
Kurt Zouma meiddist illa í 1-1 jafntefli Chelsea og Manchester United um helgina.

Zouma lenti illa á hægri löppinni eftir að hafa hoppað upp í boltann og ljóst er að hann þarf að fara í aðgerð á krossbandi.

Zouma fer í aðgerðina á næstu dögum og það mun skýrast betur eftir aðgerð hversu lengi miðvörðurinn verður frá, en eins og staðan er í dag þá er talið að hann verði frá í sex mánuði.

Líklegt er að Zouma missi af upphafi næsta tímabils, en það er öruggt að hann mun ekki spila neinn fótbolta í vor eða sumar.

Þetta bindur enda á vonir Zouma um að komast í franska landsliðshópinn fyrir EM 2016 en hann er búinn að vera einn af betri mönnum Chelsea undanfarið.
Athugasemdir
banner
banner
banner