Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 08. febrúar 2016 20:51
Ívan Guðjón Baldursson
Reykjavíkurmótið: Leiknir fór illa með Val
Leiknismenn eru Reykjavíkurmeistarar 2016! Hér hampar Ólafur Hrannar Kristjánsson bikurunum í leikslok.
Leiknismenn eru Reykjavíkurmeistarar 2016! Hér hampar Ólafur Hrannar Kristjánsson bikurunum í leikslok.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Reykjavíkurmeistarar Leiknis 2016.
Reykjavíkurmeistarar Leiknis 2016.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknir R. 4 - 1 Valur
0-1 Kristinn Freyr Sigurðsson ('15, víti)
1-1 Elvar Páll Sigurðsson ('23)
2-1 Ingvar Ásbjörn Ingvarsson ('27)
3-1 Ingvar Ásbjörn Ingvarsson ('51)
4-1 Sindri Björnsson ('74, víti)

Leiknir mætti Val í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins annað árið í röð. Í fyrra hafði Valur betur en í kvöld höfðu Leiknismenn betur og unnu öruggan 4-1 sigur.

Leikurinn var jafn til að byrja með og komust Valsarar yfir með marki úr vítaspyrnu frá Kristni Frey Sigurðssyni. Eiríkur Ingi Magnússon braut þá á Daða Bergssyni sem var kominn einn í gegn, en Eiríkur fékk ekki spjald.

Leiknismenn tóku stjórn á leiknum og jafnaði Elvar Páll Sigurðsson leikinn skömmu áður en Ingvar Ásbjörn Ingvarsson kom Leikni yfir.

Valsarar komust tvívegis nálægt því að jafna fyrir leikhlé en Leiknismenn komust í 3-1 snemma í síðari hálfleik þegar Ingvar Ásbjörn gerði sitt annað mark. Ingvar fékk boltann fyrir utan vítateig og sneri honum glæsilega í markvinkilinn.

Sindri Björnsson innsiglaði svo sigur Leiknis með marki úr vítaspyrnu á 74. mínútu og komust bæði lið nálægt því að bæta marki við en inn vildi boltinn ekki og er Leiknir Reykjavíkurmeistari árið 2016.

Skoðaðu textalýsingu frá leiknum
Athugasemdir
banner