mán 08. febrúar 2016 08:30
Alexander Freyr Tamimi
Thierry Henry: Chelsea verður að halda Terry
John Terry er mikilvægur leiðtogi hjá Chelsea.
John Terry er mikilvægur leiðtogi hjá Chelsea.
Mynd: Getty Images
Fyrrum knattspyrnumaðurinn Thierry Henry segir að það yrðu mistök hjá Chelsea að láta fyrirliðann John Terry yfirgefa félagið í sumar.

Terry greindi óvænt frá því í síðustu viku að samningur hans yrði ekki endurnýjaður og þetta væri hans síðasta tímabil hjá Chelsea. Í kjölfarið sagði knattspyrnustjórinn Guus Hiddink að félagið væri opið fyrir því að ræða við hann.

Terry sagði svo eftir 1-1 jafnteflið gegn Manchester United að hann vildi vera áfram en hann hefur þó ekkert heyrt í forráðamönnum Chelsea.

„Ég skil ekki hvernig þú getur látið mann eins og hann fá engar upplýsingar," sagði Henry í Super Sunday á Sky Sports.

„Hvernig er ekki hægt að setjast niður með honum að segja allavega að menn séu ekki alveg vissir og vilji ræða við hann aftur eftir mánuð. Miðað við hvernig hann talar eru engin samskipti í gangi."

„Um leið og hann sagði þessa hluti í síðustu viku var Chelsea fljótt að segjast vera opið fyrir viðræðum. Ég held að sá sem sér um samningaviðræður hafi ekki búist við svona sterkum viðbrögðum frá stuðningsmönnunum, en þeir hafa rétt fyrir sér. Hann verður að vera um kyrrt. Þeir sem félagið kaupir munu aldrei hafa sömu áhrif og hann."


Þrátt fyrir að vera orðinn 35 ára gamall hefur Terry byrjað 20 af 25 deildarleikjum Chelsea á tímabilinu og verið í lykilhlutverki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner