Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 08. febrúar 2016 06:00
Alexander Freyr Tamimi
Vildi sjá Flamini fá rautt spjald
Flamini slapp með skrekkinn.
Flamini slapp með skrekkinn.
Mynd: Getty Images
Eddie Howe, stjóri Bournemouth, segir að miðjumaðurinn Mathieu Flamini hefði átt að fá rautt spjald í 2-0 tapi sinna manna gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Flamini stökk upp í tveggja fóta tæklingu á Dan Gosling en fékk einungis að líta gula spjaldið fyrir brot sitt sem átti sér stað á 8. mínútu leiksins í stöðunni 0-0.

„Mér fannst þetta vera rautt spjald. Ég sá þetta mjög vel og þetta leit út fyrir að vera tveggja fóta tækling og mögulega var hann í loftinu," sagði Howe.

„Ég hef ekki séð endursýningu en mér fannst þetta klárlega vera rautt. Fyrir mér var þetta ekki erfið ákvörðun, ég hélt að tveggja fóta tækling verðskuldaði rautt spjald."
Athugasemdir
banner
banner