Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mán 08. febrúar 2016 11:00
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Daily Star 
Wanyama þarf að borga fyrir rauða spjaldið í kleinuhringjum
Victor Wanyama fékk sitt þriðja rauða spjald á tímabilinu þegar hann straujaði Payet og þarf því að mæta með kleinuhringi á æfingu.
Victor Wanyama fékk sitt þriðja rauða spjald á tímabilinu þegar hann straujaði Payet og þarf því að mæta með kleinuhringi á æfingu.
Mynd: Getty Images
Þegar við Íslendingar belgjum okkur út í bollum í dag má búast við annars konar bakkelsi á æfingasvæðinu hjá Southampton þar sem leikmenn liðsins ætla að gæða sér á gómsætum kleinuhringjum.

Þetta kemur til vegna þess að Victor Wanyama leikmaður liðsins fékk að líta rauða spjaldið um helginafyrir brot á Dimitri Payet leikmanni West Ham en þetta var þriðja rauða spjaldið hans á tímabilinu.

Maya Yoshida liðsfélagi hans var ekki sáttur við þetta og krefst þess að hann mæti með kleinuhringina á æfingu í dag.

„Eftir að Victor var rekinn af velli var þetta mjög erfitt síðustu 20 mínúturnar en við sýndum góðan liðsanda og héldum stigunum þremur," sagði Yoshida við fjölmiðlamenn eftir leik.

„Victor þarf að endurgjalda okkur þetta núna, kannski með því að koma með nokkra Krispy Kreme kleinuhringi fyrir leikmennina. Þetta var harður dómur að mínu mati, hann verðskuldaði líklega bara gult spjald."
Athugasemdir
banner
banner