Niðurtalningin - Tveir vendipunktar síðasta sumar
Niðurtalningin - Eitthvað nýtt og miklu stærra
Aldrei heim - Horfum ekki á E-riðilinn á EM
Niðurtalningin - Hverfisstrákarnir úr Árbænum
Aldrei heim - Kjartan Henry fékk góða gjöf frá Úkraínumanni
Aldrei heim - Formaðurinn í takkaskónum
Niðurtalningin - Sama uppskrift og í fyrra
Aldrei heim - Landsliðið komið til Póllands
Útvarpsþátturinn - Jói Kalli, Bjarki Már og Elvar Geir um landsliðið
Beint frá Búdapest - Hetjan sem mátti ekki tala
Beint frá Búdapest - Áfall að morgni leikdags
Viktor Unnar: Fann strax að þetta er eitthvað sem á við mig
Aron Jó: Cole Campbell tekur sínar eigin ákvarðanir
Hugarburðarbolti Þáttur 8
Beint frá Búdapest - Skiptar skoðanir á ákvörðuninni um Albert
Hákon Rafn - Umspilið og leiðin til Brentford
Enski boltinn - Töfrar í bikarnum
Útvarpsþátturinn - Landsliðsvalið fyrir bardagann í Búdapest
Hugarburðarbolti Þáttur 7
Gylfi mættur í Val - Lyftir deildinni upp um nokkrar hæðir
   mán 08. maí 2017 14:30
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Gummi Tóta vonast til að geta gefið út fleiri lög
Guðmundur fagnar markinu glæsilega.
Guðmundur fagnar markinu glæsilega.
Mynd: Getty Images
Gummi í leik með Norrköping
Gummi í leik með Norrköping
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Guðmundur Þórarinsson var í viðtali í útvarpsþætti Fótbolta.net á X-inu á laugardaginn. Þar ræddi hann meðal annars
frabært mark sem hann skoraði í 3-3 jafntefli Norrköping og Djurgarden í sænsku úrvalsdeildinni á dögunum.

Guðmundur telur að markið sé það flottasta á ferlinum hingað til.

„Mér finnst fyndið að fá þessa spurningu því mörkin eru ekki svo mörg. Ég er með meira blæti fyrir spil mörkum heldur en langskotum en þetta er sennilega það flottasta," sagði Guðmundur í þættinum.

„Þegar ég hitti hann þá fékk ég strax á tilfinninguna að boltinn gæti endað á góðum stað og hann gerði það. Ég hélt að ég væri að tryggja sigurinn en síðan jöfnuðu þeir á 93. mínútu sem var svekkjandi. Það var samt frábært að fá þessa tilfinningu eftir að hafa verið mikið meiddur."

Norrköping komið skemmtilega á óvart
Guðmundur er allur að koma til eftir að hafa verið mikið frá keppni á þessu ári. Guðmundur gekk í raðir Norrköping í mars en hann kom til félagsins frá Rosenborg.

„Rosenborg er stærsti klúbburinn í Noregi en það sem hefur komið mér skemmtilega á óvart hér er að það er mikill fótboltaáhugi í bænum. Það er búið að ganga vel síðustu tvö ár."

„Liðið vann titilinn fyrir tveimur árum og endaði í 3. sæti í fyrra. Þegar ég fór frá Rosenborg þá vissi ég að ég væri ekki að fara í sömu aðstæður og sömu forréttindi og þar. Það hefur hins vegar komið mér skemmtilega á óvart hvernig þetta er hér,"
sagði Gummi.

Ætlar að gefa út meiri tónlist
Guðmundur hefur vakið athygli fyrir tónlistarhæfileika utan vallar en hann gaf meðal annars út lagið Bálskotinn árið 2014. Guðmundur uppljóstraði því í útvarpsþættinum á laugardaginn að hann stefni á að gefa út meiri tónlist.

„Maður er með mikinn tíma sem fótboltamaður. Félagi minn er að koma í heimsókn og ég er að fara að setja upp lítið stúdió heima. Ég ætla að hlusta á sjálfan mig og gera það sem ég vil. Ég hef lengi viljað hafa þetta til hliðar við fótboltann og ég á fullt af lögum. Ég ætla að plokka út lögin sem mér finnst vera best. Ég ætla að taka þau upp og mögulega gefa þau út," sagði Guðmundur.

„Mér finnst gaman að syngja, gefa af mér og skemmta. Ég átti 25 ára afmæli um daginn og fór að hugsa hvort ég vildi ekki gera eitthvað með þetta þegar maður er ungur og ferskur og kollvikin eru ekki orðin of há."

„Ég ákvað að demba mér í þetta. Fótboltinn er auðvitað númer eitt því ég elska að spila fótbolta en maður er með mikinn frítíma og planið er að taka þessi lög upp og gefa þau vonandi út einn daginn."


Smelltu hér til að hlusta á þáttinn - Viðtalið byrjar á 52:35
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner