Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   mið 08. maí 2024 17:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Berglind í fyrsta sinn í hóp hjá Val - Amanda ekki með
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Mynd: Valur
Berglind Björg Þorvaldsdóttir er mætt í leikmannahóp Vals fyrir leikinn gegn Keflavík í Bestu deildinni í kvöld.

Hún gæti á eftir spilað sinn fyrsta fótboltaleik eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  2 Valur

Berglind er 32 ára og hefur skorað tólf landsliðsmörk í 72 leikjum. Hún skrifaði undir tveggja ára samning við Val, en hún lék síðast á Íslandi sumarið 2020 með Breiðabliki og skoraði þá tólf mörk í níu leikjum

Hún hefur komið víða við á sínum ferli, lék með PSV í Hollandi, AC Milan og Hellas Verona á Ítalíu, Brann í Noregi, Le Havre og PSG í Frakklandi og Hammarby í Svíþjóð. Á Íslandi hefur hún leikið með Breiðabliki, ÍBV og Fylki.

Þá vekur athygli að Amanda Andradóttir er ekki með Val en líklegt þykir að hún sé að glíma við meiðsli.
Athugasemdir
banner
banner