Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   mið 08. maí 2024 22:44
Brynjar Ingi Erluson
Jasmín Erla flutt á sjúkrahús með heilahristing - „Skilst að hún sé frá í einhverjar vikur“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jasmín Erla Ingadóttir, leikmaður Vals, var flutt með sjúkrabíl upp á spítala eftir að hafa lent í óheppilegu atviki í 2-1 sigri liðsins á Keflavík á HS Orku-vellinum í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  2 Valur

Susanna Joy Friedrichs reyndi sendingu frá miðlínu en boltinn rataði í andlitið Jasmínar Erlu af stuttu færi.

Jasmín virtist ætla að hrista þetta af sér en nokkrum mínútum síðar fann hún fyrir mikilli ógleði og var skipt af velli.

„Já, hún þurfti að fara upp á spítala og mér skilst að hún sé frá í einhverjar vikur,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, við Fótbolta.net í kvöld.

Þegar gengið var til búningsherbergja kastaði Jasmín upp og vissi ekki hvar hún væri stödd og því sendi með sjúkrabíl upp á spítala í frekari rannsóknir.

Eins og Pétur kom inn á þá verður Jasmín líklegast frá næstu vikur en þessi öfluga fótboltakona hefur skorað 3 mörk í fjórum leikjum sínum með Val í Bestu deildinni í ár.
Pétur Péturs: Þannig með góða leikmenn þú tekur oft fastar á þeim
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner